fbpx

Bókin Kjartan Másson - Engin helvítis ævisaga

Kæri stuðningsmaður

Bókin Kjartan Másson – Engin helvítis ævisaga eftir Keflvíkinginn Sævar Sævarsson er komin út. Bókin inniheldur skondnar og litríkar sögur frá ferli Kjartans Mássonar sem þjálfari, kennari og vallarstjóri. Hún gefur lesendum innsýn í þá manngerð sem hann hefur að geyma og þær óhefðbundnu leiðir sem hann fór. Myndskreytingar listamannsins Stefáns Jónssonar úr Keflavík glæða bókina lífi og gera hana um leið einstaklega eigulega.

Hluti hagnaðar af sölu bókarinnar rennur til Knattspyrnudeildar Keflavíkur þar sem Kjartan gerði garðinn hvað frægastan sem þjálfari. Við erum þakklát Sævari fyrir að Keflavík njóti góðs af þessu skemmtilega verkefni og viljum því leggja okkar að mörkum í sölunni enda hagur Keflavíkur að sem flestar bækur seljist.

 

5.000kr.

Aðeins 2 eftir á lager